Innlent

Ljósin á Óslóartrénu tendruð á Austurvelli

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. Vísir/Ernir
Mikill fjöldi var saman kominn þegar kveikt var á ljósum Óslóartrésins á Austurvelli síðdegis. Viðburðurinn er fyrir löngu orðinn fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra landsmanna.

Erik Lunde, borgarfulltrúi Óslóarborgar, afhenti tréð formlega og veitti Björn Blöndal, formaður borgarráðs, gjöfinni viðtöku og flutti þakkarávarp.

Salka Sól og Valdimar tóku svo lagið ásamt því að Lúðrasveit Reykjavíkur steig á stokk. Þá létu jólasveinarnir sig ekki vanta.

Gerður G. Bjarklind kynnti dagskrána en þetta var í sautjánda skipti sem hún gerði það.  

 

Vísir/ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×