Sport

Ljónsbaninn færði Bjarka belti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarki Þór í bardaga gegn Anthony O'Connor í síðasta mánuði.
Bjarki Þór í bardaga gegn Anthony O'Connor í síðasta mánuði. Mynd/Kjartan Páll Sæmundsson
Bjarki Þór Pálsson varð í gærkvöldi áhugamannameistari í léttvigt hjá AVMA-bardagasamtökunum en alls kepptu þrír íslenskir MMA-bardagamenn í Englandi í gær.

Bjarki Þór hafði betur gegn Anthony Dilworth og hafði betur í annarri lotu með með svokölluðu „rear naked choke“ taki eða „ljónsbananum“ eins og það er stundum kallað. Gunnar Nelson hefur unnið þó nokkra andstæðinga á þessu sama taki.

Bjarki Ómarsson vann svo sigur á Percy Hess og svæfði hann einnig með ljónsbananum, líkt og Bjarki Þór gerði í sínum bardaga. Allir þrír keppa fyrir Mjölni.

Þá bar Magnús Ingi Ingvarsson sigurorð af Ricardo Franco með rothöggi strax í fyrstu lotu en höggið sem grandaði Franco var vinstri krókur. Franco hafði betur í bardaga gegn Bjarka Ómarssyni fyrr á þessu ári og náði því Magnús Ingi að hefna félaga síns.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×