Handbolti

Ljónin úr leik | PSG fór áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert og félagar verða í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Róbert og félagar verða í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar. vísir/afp
Rhein-Neckar Löwen er úr leik í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Ljónin töpuðu fyrir Pick Szeged frá Ungverjalandi, 31-29, á útivelli í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitunum í dag. Ungverjarnir unnu fyrri leikinn einnig, 30-34, og viðureignina samanlagt 65-59.

Uwe Gensheimer var langmarkahæstur í liði Löwen með 12 mörk en Bjarte Myrhol kom næstur með fimm. Alexander Petersson hafði hægt um sig og skoraði eitt mark en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Zsolt Balogh og Dejan Bombac skoruðu átta mörk hvor fyrir Pick Szeged.

Róbert Gunnarsson og félagar hans í Paris Saint-Germain komust áfram eftir Frakklandsslag við Dunkerque. PSG vann leikinn í dag 23-22 og viðureignina samanlagt 46-43.

Mikkel Hansen skoraði átta mörk í liði PSG en Róbert komst ekki á blað.

Þessi lið eru komin í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar:

Kielce (Pólland)

Pick Szeged (Ungverjaland)

Paris Saint Germain (Frakkland)

Veszprém (Ungverjaland)

RK Zagreb (Króatía)

Seinna í kvöld kemur það svo í ljóst hvort Barcelona eða Álaborg eða Kiel eða Flensburg fylgja þessum liðum áfram í átta-liða úrslitin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×