Handbolti

Ljónin rúlluðu yfir Kolding

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Schmid var flottur í dag
Andre Schmid var flottur í dag vísir/getty
Þýska liðið Rhein-Neckar Lowen hafði betur gegn  KIF Kolding í Meistaradeilda Evrópu þegar liðið vann öruggan sigur, 30-18, í Danmörku.

Sigur Löwen var aldrei í hættu og er greinilega töluverður gæðamunur á liðunum. Staðan í hálfleik var 12-8 Ljónunum í vil og leikurinn í raun galopinn. Í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum og það voru Þjóðverjarnir.

Harald Reinkind og Andre Schmid voru atkvæðamestir í liði Löwen með sex mörk. Alexander Peterson kom lítið við sögu í leiknum og var hann hvíldur stóran hluta. Hann komst því ekki á blað.

Það sama má segja um Stefán Rafn Sigurmannsson sem kom ekki við sögu í leiknum. Gunnar K. Gunnarsson var eftirlitsdómari á leiknum í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×