Handbolti

Ljónin og Refirnir áfram | Fimm Íslendingalið í 8 liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin urðu fjórða og fimmta Íslendingaliðið sem komst áfram í átta liða úrslit þýska bikarsins í handbolta í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen sló út Wilhelmshavener HV með því að vinna 31-28 útisigur en Füchse Berlin vann HC Erlangen 27-23 á útivelli.

Dagur Sigurðsson gerði Füchse Berlin að þýskum bikarmeisturum á síðustu leiktíð og liðið hefur því ekki tapað bikarleik í langan tíma.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í sigri Rhein-Neckar Löwen og Sefán Rafn Sigurmannsson var með eitt mark. Andy Schmid var markahæstur hjá Ljónunum með átta mörk.

Áður höfðu VfL Gummersbach (Gunnar Steinn Jónsson), THW Kiel (Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson) og Magdeburg (Geir Sveinsson) unnið sína leiki í sextán liða úrslitunum en Hannover-Burgdorf (Rúnar Kárason) og Eisenach (Bjarki Már Elísson og Hannes Jón Jónsson) eru hinsvegar úr leik.




Tengdar fréttir

Gunnar Steinn sló Rúnar Kára út úr þýska bikarnum

Gunnar Steinn Jónsson var í stóru hlutverki í seinni hálfleiknum þegar Gummersbach tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýska bikarsins í handbolta í kvöld eftir eins marks sigur í Íslendingaslag á útivelli á móti TSV Hannover-Burgdorf, 31-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×