Handbolti

Ljónin með pálmann í höndunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander Petersson skoraði fimm mörk.
Alexander Petersson skoraði fimm mörk. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen er með eins stigs forskot á Flensburg-Handewitt þegar þrjár umferðir eru eftir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ljónin unnu fjögurra marka sigur, 27-23, sigur á TSV Hannover-Burgdorf í kvöld, en sigurinn var nokkuð þægilegur.

Löwen byrjaði af miklum krafti og var komið í 10-4 þegar stundarfjórðungur var liðinn. Þeir leiddu svo með sjö mörkum í hálfleik, 17-11.

Eftirleikurinn varð nokkuð auðveldur, en Hannover náði mest að minnka muninn niður í fjögur mörk alveg undir lok leiksins.

Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Ljónin, en Alexander Petersson skoraði fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði ekkert.

Mait Patrail skoraði fimm mörk fyrir gestina í Hannover og Torge Johannsen skoraði fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×