Handbolti

Ljónin á toppinn eftir níu marka stórsigur á Stuttgart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen komst í kvöld í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 30-21 heimasigur á TVB 1898 Stuttgart

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Ljónin og var næstmarkahæstur á eftir þýska landsliðsmanninum  Hendrik Pekeler.  Alexander Petersson skoraði þrjú mörk en hann nýtti öll skotin sín í leiknum.

Rhein-Neckar Löwen er þar með eins stigs forskot á Flensburg-Handewitt þegar fjórar umferðir eru af deildinni. Löwen hefur 55 stig í 30 leikjum en Flensburg 54. Kiel er síðan í þriðja sætinu með 47 stig.

Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk úr 5 skotum þegar Füchse Berlin gerði 25-25 jafntefli á heimavelli á móti SC Magdeburg. Refirnir tryggðu sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin á lokamínútunni og skoraði Bjarki annað þeirra. Füchse Berlin er nú tíu stigum á eftir toppliði Löwen.

Rúnar Kárason skoraði 3 mörk úr 6 skotum þegar Hannover-Burgdorf tapaði 24-25 á heimavelli á móti SC DHfK Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×