Lífið

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra

Baldvin Þormóðsson skrifar
Rappetturnar eru vígalegar.
Rappetturnar eru vígalegar. mynd/úr einkasafni
„Okkur langar að leyfa öllum sem sækja um að koma fram á hátíðinni,“ segir Salka Valsdóttir en Reykjavíkurdætur bjóða til listaveislu á Celtic Cross næsta laugardagskvöld klukkan sjö.

„Eigandi Celtic Cross hafði samband við okkur og sagðist fíla það sem við værum að gera,“ segir Salka en rappettunum var í kjölfarið boðið að halda litla tónlistarhátíð á staðnum.

„Við vildum gera þetta að lítilli listahátíð sem myndi ekki kosta neitt og væri opin fyrir allri tilraunastarfsemi.“

Á hátíðinni koma fram hljómsveitir á borð við Captain Fufanu, Hljómsveitt og Ribbaldar en staðnum hefur verið skipt í tvennt þar sem að hljómsveitir spila allt kvöldið á neðri hæðinni en efri hæðin er opið svið.

„Við erum búin að fá fullt af umsóknum frá fólki með fjölbreytt atriði og við hvetjum alla sem vilja spreyta sig á sviði til þess að senda okkur umsókn á reykjavikurdaetur@gmail.com,“  segir Salka en til þess að bæta á gleðina fengu þær þrjá andlitsmálara með sér í lið til að mála alla gesti hátíðarinnar.

„Síðan ætlum við líka að reyna að vera með fatamarkað einhvers staðar fyrr um daginn,“ segir Salka.

„Þá getur fólk mætt þangað, keypt sér grilluð föt, fengið síðan andlitsmálningu um kvöldið og rokkað feitt.“

Hér að neðan má hlýða á nýjasta lag stúlknanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×