Enski boltinn

Liverpool upp að hlið Bayern Münhcen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá stuðningsmönnum Liverpool í kvöld.
Það var gaman hjá stuðningsmönnum Liverpool í kvöld. Vísir/Getty
Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í tólfta úrslitaleik félagsins í Evrópukeppni frá upphafi en aðeins fjögur evrópsk félög hafa spilað oftar til úrslita í Evrópu.

Liverpool vann 3-0 sigur á Villarreal í seinni undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni á Anfield í kvöld og þar með 3-1 samanlagt.

Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel í Sviss en leikurinn fer fram 18. maí næstkomandi.

Liverpool hefur slegið út enska liðið Manchester United, þýska liðið Borussia Dotmund og spænska liðið Villarreal á leið sinni í úrslitaleikinn.

Sjá einnig:Klopp: Þvílík frammistaða

Liverpool hefur unnið átta af ellefu úrslitaleiknum sínum en liðið vann Evrópukeppni meistaraliða 1977, 1978, 1981 og 1984, Meistaradeildina 2005 og UEFA-bikarinn 1973, 1976 og 2001.

Liverpool tapað síðasta úrslitaleik sínum í Evrópukeppni sem var á móti AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2007.

Liverpool tapaði einnig á móti Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Brussel árið 1985 og á móti Borussia Dortmund í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í maí 1966.

Sjá einnig:Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin

Þetta verður í þriðja sinn sem Liverpool mætir spænsku liði í úrslitaleik en Liverpool vann 1-0 sigur á Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliði 1981 og vann 5-4 sigur á Alaves í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001.

Liverpool er þriðja enska liðið sem spilar til úrslita í Evrópudeildinni síðan að hún varð til en hin eru Fulham 2010 og Chelsea 2013.  



Flestir úrslitaleikir í Evrópukeppnum:

18 - Barcelona, Spáni

18 - Real Madrid, Spáni

15 - Juventus, Ítalíu

14 - Ac Milan, Ítalíu

12 - Liverpool, Englandi

12 - Bayern Münhcen, Þýskalandi

Leikmenn Liverpool fagna.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×