Enski boltinn

Liverpool tilbúið að selja Lucas

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool er tilbúið að hlusta á tilboð í hinn 27 árs gamla Lucas Leiva en brasilíski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Napoli undanfarna daga. Þetta kemur fram í Liverpool Echo.

Hjá Napoli myndi Lucas hitta fyrir Rafael Benítez sem fékk hann upphaflega til Liverpool. Talið er að Napoli hafi áhuga á að fá Lucas á láni í eitt ár en Liverpool sé að leitast eftir endanlegum félagsskiptum.

Lucas sem hefur leikið 243 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim sex mörk missti sæti sitt í byrjunarliði Liverpool á tímabilinu eftir að Steven Gerrard færði sig aftar á vellinum.

Þá gekk Liverpool frá kaupunum á Emre Can á dögunum en hann er einnig varnarsinnaður miðjumaður. Lucas hefur átt erfitt með að ná fyrri styrk eftir margar aðgerðir á hné undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×