FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 07:30

Undradrengurinn lyfjađur á Instagram

SPORT

Liverpool tapar ekki ţegar Milner skorar

 
Enski boltinn
12:00 20. MARS 2017
Öll sjö deildarmörk Milners á tímabilinu hafa komiđ af vítapunktinum.
Öll sjö deildarmörk Milners á tímabilinu hafa komiđ af vítapunktinum. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Stuðningsmenn Liverpool geta andað rólega ef James Milner er á skotskónum. Þá er liðið öruggt með að tapa ekki.

Milner skoraði mark Liverpool í 1-1 jafntefli við Manchester City í gær.

Milner hefur sett met því í síðustu 47 leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hann hefur skorað í hefur liðið hans ekki tapað; unnið 37 leiki og gert 10 jafntefli.

Milner bætti met Darius Vassell en liðin hans töpuðu ekki í 46 leikjum þar sem hann skoraði í röð.

Þessi ótrúlega tölfræði Milners nær allt aftur til ársins 2002 þegar hann lék með Leeds United. Síðan þá hefur Milner einnig leikið með Newcastle United, Aston Villa, Manchester City og nú Liverpool.

Milner hefur skorað sjö mörk á tímabilinu, öll úr vítaspyrnum. Hann vantar bara þrjú vítamörk til að jafna met Stevens Gerrard frá tímabilinu 2013-14. Gerrard skoraði þá 10 mörk úr vítaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Liverpool tapar ekki ţegar Milner skorar
Fara efst