Enski boltinn

Liverpool öruggt með Meistaradeildarsæti 2014-15

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool þakka fyrir stuðninginn á Carrow Road í dag.
Leikmenn Liverpool þakka fyrir stuðninginn á Carrow Road í dag. Vísir/Getty
Liverpool náði ekki bara fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna 3-2 sigur á Norwich heldur er nú tölfræðilega öruggt að félagið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Liverpool hefur 80 stig eða fjórtán stigum meira en nágrannarnir í Everton sem sitja í 5. sætinu. Everton á baka fjóra leiki eftir á leiktíðinni og er því bara með tólf stig í pottinum.

Það hefur lengi legið í loftinu að Liverpool væri að fara á ný í Meistaradeildina en nú er það hundrað prósent öruggt.

Liverpool var síðast með í Meistaradeildinni tímabilið 2009-2010 en liðið komst í úrslitaleikinn (2007), undanúrslitin (2008) og átta liða úrslit (2009) Meistaradeildarinnar tímabilin þrjú þar á undan.

Þetta var því fjórða leiktíðin í röð þar sem það voru engir Meistaradeildarleikir á Anfield og það hefur lengi verið höfuðmarkmið hjá félaginu að koma Liverpool aftur inn í Meistaradeildina.


Tengdar fréttir

Liverpool náði fimm stiga forskoti - myndband

Liverpool er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 útisigur á Norwich í dag. Liverpool skoraði tvö mörk snemma leiks og lifði síðan af taugaveiklaðan seinni hálfleik þar sem Norwich náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×