Enski boltinn

Liverpool og Tottenham í undanúrslitin - Sterling skoraði tvö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool-menn voru gulir og glaðir í kvöld.
Liverpool-menn voru gulir og glaðir í kvöld. Vísir/Getty
Ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Tottenham tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins. Liverpool sló út b-deildarliðið Bournemouth á útivelli en Tottenham vann 4-0 stórsigur á Newcastle á heimavelli.

Liverpool og Tottenham verða því í pottinum þegar dregið verður á eftir ásamt Chelsea og C-deildarliðinu Sheffield United sem komust áfram í hinum leikjum átta liða úrslitanna sem fóru fram í gærkvöldi.

Raheem Sterling skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í kvöld en Lazar Markovic skoraði þriðja markið sem kom á milli marka Sterling.

Nabil Bentaleb, Nacer Chadli, Harry Kane og Roberto Soldado skoruðu mörk Tottenham á White Hart Lane.

Raheem Sterling skoraði fyrsta mark Liverpool á 20. mínútu með skalla af stuttu færi eftir að Jordan Henderson skallaði fyrirgjöf Lazar Markovic aftur fyrir markið.

Lazar Markovic kom Liverpool í 2-0 á 27. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Philippe Coutinho.

Sterling skoraði sitt annað mark í leiknum eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik og skyndisókn Liverpool-liðins.

Dan Gosling minnkaði muninn fyrir Bournemouth á 57. mínútu en Brad Jones, markvörður Liverpool, átti að gera miklu betur þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×