Enski boltinn

Liverpool og Chelsea mætast í undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa hjá Chelsea tekur á Martin Skrtel hjá Liverpool í leik liðanna á dögunum.
Diego Costa hjá Chelsea tekur á Martin Skrtel hjá Liverpool í leik liðanna á dögunum. Vísir/Getty
Liverpool drógst á móti Chelsea í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta en dregið var strax eftir að leikjum kvöldsins lauk.

Tottenham mætir enska C-deildarliðinu Sheffield United en strákarnir hans Nigel Clough unnu úrvalsdeildarlið Southampton í gær.

Liðin spila heima og að heiman í undanúrslitunum. Fyrri leikur Liverpool og Chelsea fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Stamford Bridge.  Fyrri leikurinn hjá Tottenham og Sheffield United  fer fram á White Hart Land.

Þetta verður fyrsti leikur Chelsea í keppninni á móti úrvalsdeildarliðið en lærisveinar Jose Mourinho hafa slegið út b-deildarlið Bolton Wanderers og Derby County sem og d-deildarlið Shrewsbury Town á leið sinni í undanúrslitin.

Undanúrslitaleikirnir fara fram síðustu í seinni hluta janúarmánaðar en í boði er sæti í úrslitaleiknum á Wembley sem fer fram 1. mars 2015.


Tengdar fréttir

Liverpool og Tottenham í undanúrslitin - Sterling skoraði tvö

Ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Tottenham tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins. Liverpool sló út b-deildarliðið Bournemouth á útivelli en Tottenham vann 4-0 stórsigur á Newcastle á heimavelli.

Chelsea í undanúrslit en Southampton er úr leik

Chelsea, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, og C-deildarliðið Sheffield United tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta. Chelsea sló út Derby en Sheffield United sendi úrvalsdeildarlið Southampton út úr keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×