Enski boltinn

Liverpool náði ekki að vinna Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir. Vísir/Getty
Katrín Ómarsdóttir og félagar hennar í kvennaliði Liverpool gerðu markalaust jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Katrín var í byrjunarliði Liverpool sem fyrr en hún varð enskur meistari með félaginu á síðustu leikíð.

Bæði liðin unnu sigur í fyrstu umferð og héldu þá marki sínu einnig hreinu eins og í leiknum í dag. Spilað var á Wheatsheaf Park, heimavelli Chelsea.

Notts County, Chelsea og Liverpool eru nú öll með fjögur stig í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar en aðeins tvær umferðir eru að baki.

Liverpool vann 1-0 sigur á Manchester City í fyrstu umferð kvennadeildarinnar aðeins nokkrum dögum eftir að karlaliðið vann City.

Karlarnir í Liverpool myndu eflaust sætta sig við markalaust jafntefli á móti Chelsea í titilslagnum um næstu helgi en það eru þó ekki miklar líkur á markalausum leik miðað við markaflóðið í leikjum karlaliðs Liverpool þessa dagana.


Tengdar fréttir

Katrín hjálpaði Liverpool að vinna Man. City

Katrín Ómarsdóttir og félagar hennar í kvennaliði Liverpool hófu titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni með sigri í gær en Liverpool vann þá Manchester City 1-0 á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×