Enski boltinn

Liverpool kom til baka og vann góðan sigur á Burnley | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Liverpool vann góðan sigur á Burnley, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Anfield. 

Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir heimamenn en Ashley Barnes kom nýliðunum yfir á sjöundu mínútu leiksins.

Liverpool lék vægast sagt illa í fyrri hálfleiknum en náði samt sem áður að jafna metin í uppbótaríma í fyrri hálfleiknum. Þar var að verki Georginio Wijnaldum og fagnaði hann gríðarlega fyrir framan 53 þúsund manns.

Staðan var því 1-1 í hálfleiknum en það var síðan Þjóðverjinn Emre Can sem tryggði Liverpool sigurinn hálftíma fyrir leiksloka með fínu marki.

Liverpool í fjórða sæti deildarinnar með 55 stig, fimm stigum á undan Arsenal sem er í því fimmta. Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni í dag en hann er að glíma við meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×