Enski boltinn

Liverpool kaupir Origi | Leikur með Lille á næsta tímabili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Origi í leik gegn Bandaríkjunum á HM í Brasilíu.
Origi í leik gegn Bandaríkjunum á HM í Brasilíu. Vísir/Getty
Liverpool hefur fest kaup á belgíska framherjanum Divock Origi frá Lille. Hann leikur þó ekki með Liverpool á næsta tímabili, því hann var lánaður strax aftur til Lille. Talið er að enska liðið hafi borgað tíu milljónir punda fyrir Origi.

„Ég er mjög, mjög ánægður og himinlifandi yfir því að félag á borð við Liverpool hafi sýnt mér áhuga. Ég er mjög spenntur,“ sagði Origi í samtali á heimasíðu Liverpool.

„Þetta er félag með frábæra sögu, stuðningsmenn og marga framúrskarandi leikmenn. Liverpool er eitt af stærstu félögum í heiminum og ég er mjög spenntur að vera hluti af sögu þess.“

Origi stóð sig vel með belgíska landsliðinu á HM í sumar, þar sem hann skoraði eitt mark í fimm leikjum.


Tengdar fréttir

Rodgers: Verðum að finna réttu leikmennina

Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool, segir að þótt Loic Remy hafi fallið á læknisskoðun og Adam Lallana verði frá í allt að sex vikur vegna meiðsla að félagið muni ekki gera "neyðarkaup“.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Sterling hetja Liverpool

Raheem Sterling skoraði eina mark Liverpool í sigri á Olympiakos á æfingarmóti í Bandaríkjunum.

Lallana frá í allt að sex vikur

Adam Lallana, miðjumaðurinn knái, sem gekk í raðir Liverpool í sumar frá Southampton missir líklega af byrjun tímabilsins vegna hnémeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×