Enski boltinn

Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alisson ver mögulega mark Liverpool næsta vetur.
Alisson ver mögulega mark Liverpool næsta vetur. Vísir/Getty
Dagar þýska markvarðarins Loris Karius í marki Liverpool eru mögulega taldir eftir tvenn skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið.

The Daily Telegraph greinir frá því í morgun að Liverpool ætli að gera Roma nýtt tilboð í brasilíska landsliðsmarkvörðinn Alisson Becker sem liðið hefur haft augastað á í nokkrun tíma.

Liverpool var búið að slaka á áhuga sínum á Brassanum þar sem svo vel gekk með Karius í rammanum en Telegraph fullyrðir að nú ætli Klopp að fá Alisson í markið fyrir næstu leiktíð.

Alisson Becker er 25 ára gamall og hefur spilað með Roma síðan 2016 þangað sem hann kom frá Internacional í heimalandinu. Hann hefur verið einn besti markvörður ítölsku deildarinnar undanfarin ár og mun standa vaktina í marki Brasilíu á HM 2018.

Roma-liðið hafnaði í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð og komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir frækinn sigur á Barcelona.

Þar strandaði liðið aftur á móti á Liverpool sem hafði betur í undanúrslitarimmu liðanna. Nú gæti Alisson sem tapaði fyrir Liverpool þar verið á leið á Anfield.


Tengdar fréttir

Karius: Við komum sterkari til baka

„Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×