Enski boltinn

Liverpool að ganga frá kaupunum á Origi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Origi í baráttunni við Garay.
Origi í baráttunni við Garay. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum BBC hefur Liverpool búið að ná samkomulagi við Lille í Frakklandi um kaup á belgíska framherjanum Divock Origi. Talið er að Liverpool greiði 10 milljónir punda fyrir þjónustu hins 19 árs gamla Origi sem sló í gegn í belgíska liðinu á Heimsmeistaramótinu.

Origi var nokkuð óvænt valinn í belgíska hópinn fyrir mótið í fjarveru Christian Benteke sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Origi hóf mótið á bekknum sem varaskeifa Romelu Lukaku en eftir að hafa komið sprækur inn af bekknum í fyrstu tveimur leikjum mótsins hirti hann byrjunarliðssætið í liði Belga af Lukaku.

Þá er  talið að Liverpool sé einnig nálægt því að ganga frá kaupunum á serbnerska kantmanninm Lazar Markovic frá Benfica. Talið er að Liverpool muni greiða 25 milljónir punda fyrir Markovic en hann hefur áður verið undir smásjá Chelsea.

Markovic vakti athygli í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þegar hann lenti í áflogum við Mirko Vučinić þrátt fyrir að hann hefði verið tekinn útaf fyrr í leiknum. Markovic fékk rautt spjald á varamannabekknum og missti fyrir vikið af úrslitaleiknum gegn Sevilla sem Benfica tapaði síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×