Enski boltinn

Liverpool á eftir Steven Caulker

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Caulker fær lítið að spila hjá Southampton.
Steven Caulker fær lítið að spila hjá Southampton. vísir/getty
Samkvæmt heimildum ESPN FC er enska úrvalsdeildarliðið Liverpool að reyna að fá miðvörðinn Steven Caulker frá QPR í B-deildinni.

Jürgen Klopp er í miklum meiðslavandræðum á Anfield og sérstaklega í varnarleiknum en allir miðverðir liðsins; Martin Skrtel, Dejan Lovren, Mamadou Sakho og Kolo Toré voru á meiðslalistanum í síðustu viku.

Spænski bakvörðinn José Enrique spilaði sem miðvörður í bikarleiknum gegn Exeter um síðustu helgi þar sem Liverpool gerði 2-2 jafntefli.

Caulker er samningsbundinn QPR en er á láni hjá Southampton. Hann hefur aðeins spilað átta leiki fyrir Dýrlingana en síðasti leikur hans var 6-1 tap fyrir Liverpool í deildabikarnum í síðasta mánuði.

Caulker var sagður á radar Brendans Rodgers áður en hann var rekinn frá Liverpool, en QPR keypti hann á átta milljónir punda frá Cardiff þegar velska liðið féll úr úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×