Körfubolti

Litli töframaðurinn snýr aftur í kvöld | Rifjaðu upp geggjuð tilþrif Bonneau

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefan Bonneau mætir aftur til leiks.
Stefan Bonneau mætir aftur til leiks. vísir/stefán
„Hann er bara skyr og massi,“ sagði Svali Björgvinsson þegar hann var að verða uppiskroppa með samlíkingar og lýsingarorð til að lýsa Stefan Bonneau, leikstjórnanda Njarðvíkur, í úrslitakeppni Dominos-deildar karla á síðustu leiktíð.

Bonneau kom til Njarðvíkur í janúar í fyrra og heillaði alla með ótrúlegri frammistöðu. Hann var ein samfelld DVD-mynd af mögnuðum tilþrifum; bæði skotum og troðslum.

Þessi smái en knái Bandaríkjamaðurinn sleit hásin skömmu fyrir tímabilið og hefur ekkert verið með hingað til. Hann snýr þó aftur í kvöld í lokaumferð Dominos-deildarinnar eins og kom fram á Vísi í gær. Njarðvík heimsækir granna sína í Grindavík og hefst leikurinn klukkan 19.15.

Fyrst litli töframaðurinn snýr aftur í kvöld er ekki úr vegi að rifja upp glæsileg tilþrif hans frá því í fyrra.

Bonneau skoraði 45 stig í leik þrjú á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum: Í oddaleiknum skoraði hann svo 35 stig En það var svo súpermantroðslan gegn KR sem gerði allt vitlaus:

Tengdar fréttir

Gunnar: Bonneau búinn að vera ótrúlega duglegur

Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, ætlar ekki aðeins að fylgjast vel með þegar Stefan Bonneau spilar sinn fyrsta leik með Njarðvík eftir hásinarslit því formaðurinn ætlar að spila sjálfur með Bonneau í kvöld.

Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×