Enski boltinn

Litli Sam aðstoðar þann stóra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stóri og Litli Sam.
Stóri og Litli Sam. vísir/getty
Sam Allardyce var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari Englands í dag.



Stóri Sam sat fyrir svörum á blaðamannafundi þar sem hann greindi m.a. frá því að Sammy Lee yrði aðstoðarmaður hans.

Sammarnir þekkjast vel en þeir störfuðu saman hjá Bolton Wanderers á árunum 2005-07.

Litli Sam, eins og Sammy Lee er stundum kallaður, tók svo við sem knattspyrnustjóri Bolton sumarið 2007 þegar Stóri Sam fór til Newcastle United. Hlutirnir gengu ekki jafn vel hjá Litla Sam og nafna hans og svo fór að hann var rekinn eftir aðeins 11 deildarleiki.

Sjá einnig: Stóri Sam ekki tekið ákvörðun um hvort Rooney verði áfram fyrirliði

Litli Sam, sem lék 14 landsleiki á sínum tíma, var í þjálfarateymi enska landsliðsins á árunum 2001-06. Honum bauðst að taka við U-21 árs landsliðinu 2006 en hafnaði því.

Stóri Sam ku einnig hafa áhuga á að fá Paul Clement, aðstoðarþjálfari Bayern München, inn í þjálfarateymi sitt en hann myndi þá bara vera í hlutastarfi.

Sammarnir í húsakynnum enska knattspyrnusambandsins í dag.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×