Innlent

Litlar breytingar á fylgi flokka

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Litlar breytingar urðu á fylgi flokka í Þjóðarpúlsi Gallup í síðasta mánuði. Eina breytingin sem talin er vera tölfræðilega marktæk er að fylgi Pírata minnkaði um tæp þrjú prósentustig, en 25 prósent myndu kjósa flokkinn ef kosningar færu fram í dag.

Sjálstæðisflokkurinn mældist með rúm 26 prósent. Tæp sautján prósent myndu kjósa Vinstri græna. Tíu prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Níu prósent myndu kjósa Viðreisn. Átta prósent Samfylkinguna. Rúm fjögur prósent Bjarta framtíð og aðrir flokkar náðu ekki einu prósenti.

Rúmlega tíu prósent tóku ekki afstöðu og sjö prósent myndu skila auðu.

Rúmlega 37 prósent segjast styðja ríkisstjórnina og er stuðningurinn nánast óbreyttur frá síðustu mælingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×