Innlent

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Hólmavík

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Flugvélin endaði á toppnum.
Flugvélin endaði á toppnum. vísir
Tveggja sæta Cessna flugvél hlekktist á í lendingu á Hólmavíkurflugvelli kringum klukkan hálf fjögur í dag. Tveir menn voru í vélinni og sakaði hvorugan.

Flugvöllur staðarins er með malarslitlagi en er þakinn snjó í augnablikinu. Ekki er unnt að gefa upp hvað fór úrskeiðis að svo stöddu en vélin steyptist kollhnís fram fyrir sig og endaði á þakinu. Ekki er vitað að svo stöddu hve skemmd hún er.

Flugvélin var af gerðinni Cessna 152 en þær voru framleiddar undir lok áttunda áratug síðustu aldar og í byrjun þess níunda. Flugslysasvið rannsóknarnefndar samgönguslysa er væntanlegt til Hólmavíkur í þeim tilgangi að sækja flugvélina.

Myndin sýnir staðsetningu Hólmavíkurflugvallar.vísir/map.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×