Lífið

Lítill drengur heyrir rödd móður sinnar í fyrsta sinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ryan Aprea, tveggja ára, fæddist fyrir tímann þegar móðir hans var aðeins gengin 25 vikur með hann. Ryan eyddi fyrstu sjö mánuðum ævi sinnar á sjúkrahúsi þar sem kom í ljós að hann væri heyrnarlaus.

Kuðungur var græddur í eyru Ryans þann 8. desember sem gerði honum kleift að heyra í fyrsta sinn. Í meðfylgjandi myndbandi sést þegar Ryan heyrir í fyrsta sinn rödd móður sinnar, Jennifer Aprea.

„Hann er búinn að hafa samskipti við okkur og horfir meira í augu okkar þessa nokkru daga sem hann er búinn að vera með kuðunginn,“ segir Jennifer í samtali við Today.

„Hjarta mitt bráðnar í hvert sinn sem hann horfir á mig,“ bætir hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×