Innlent

Lítileg breyting á vetraráætlun Strætó bs.

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Strætisvagn í hátíðarbúningi
Strætisvagn í hátíðarbúningi Vísir/Pjetur
Vetraráætlun Strætó bs. á Norðausturlandi tekur gildi sunnudaginn 31. ágúst.

Líkt og fram kemur í tilkynningu verður aksturinn að mestu eins og síðasta vetur, með þeirri undantekningu þó að leið 56 fer kl. 15.35 frá Akureyri til Egilsstaða.

Þannig var því háttað í sumar og reyndist vel, en með því næst betri samræming við leið 57 frá Reykjavík til Akureyrar. Líkt og venjan er eru færri akstursdagar á vetrum en sumrum á leiðunum.



Þær breytingar sem verða frá sumaráætluninni eru þessar:

Leið 56

•        Aðeins verður ekið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

•        Sérferðir milli Reykjahlíðar og Akureyrar detta út, en farþegar geta nýtt sér vagninn sem kemur frá Egilsstöðum.

https://www.straeto.is/media/landid-2014/56-vetur.pdf

Leið 78

•        Á sunnudögum fer vagninn frá Siglufirði kl. 14:02 í stað 10:30 í sumar.

https://www.straeto.is/media/landid-2014/78-vetur.pdf

Leið 79

•        Einungis er ekið til og frá Þórshöfn á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Athugið að um pöntunarþjónustu er að ræða.

•        Vagninn fer frá Húsavík kl. 10:30 í stað 13:35.

https://www.straeto.is/media/landid-2014/79-vetur.pdf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×