Innlent

Lítil hætta af gúmmíkurli á gervigrasvöllum

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Ólíklegt er að hættuleg efni berist í líkama íþróttafólks á gervigrasvöllum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem nýsköpunarmiðstöð Íslands vann fyrir Kópavogsbæ. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum í efnagreiningu og umhverfisrannsóknum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en átta gervigrasvellir víða í Kópavogsbæ voru teknir til skoðunar. Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir litla áherslu hafa verið lagða á þetta rannsóknarefni hingað til. Þannig hafi verið einblínt á skaðsemi efnanna sem slíka án þess að kanna hvort þau geti raunverulega borist inn í líkama fólks.

Í rannsókninni, sem var unnin af vísindamanninum Guðjóni Atla Auðunssyni, var möguleg inntaka skaðlegra efna skoðuð frá nokkrum sjónarhornum. Var fyrst og fremst kannað hvort þau gætu borist gegnum meltingarveg eða öndun. Páll segir niðurstöðurnar góðs viti, enda virðist afar litlar líkur á að efnin berist í líkama fólks og valdi þannig skaða. Rannsóknina má nálgast hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×