Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert upp í 140 milljóna gjaldþrot Sparibíls

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Auglýsingin var birt í smáauglýsingahluta Fréttablaðsins árið 2006 og vakti mikla athygli.
Auglýsingin var birt í smáauglýsingahluta Fréttablaðsins árið 2006 og vakti mikla athygli.
Skiptum á þrotabúi félagsins Exodium ehf. er lokið. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur eða veðkröfur úr eignum búsins, en þær námu rúmlega 141 milljón króna. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta 9. mars 2011 og lauk skiptum á búinu 17. febrúar síðastliðinn. Eignir búsins námu 2,3 milljónum og greiddust þær upp í skiptakostnað. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Exodium ehf hélt utan um rekstur bílasölunnar Sparibíll sem var og er til húsa að Fiskislóð 16. Nú er bílasalan skráð á Bonum ehf og Stórt og smátt ehf og eigandi sá sami, Viktor Urbancic.

Bílasalan vakti mikla athygli fyrir hrun en hún sérhæfði sig meðal annars í sölu lúxusbíla. Þar var meðal annars til sölu Bugatti Veyron, sem er einn dýrasti bíll í heimi. Sá var auglýstur í Fréttablaðinu árið 2006 á 250 milljónir króna. Fram kemur í Viðskiptablaðinu að bíllinn hefði selst árið 2011.

Bílasalan sérhæfir sig nú í umhverfisvænni bílum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×