Innlent

Litháar vilja lítt ræða sendibréf Jóns Baldvins

Jakob Bjarnar skrifar
Mindaugas Jackevičius blaðamaður undrast viðbrögð við útekt hans; engin umræða hefur orðið um málið.
Mindaugas Jackevičius blaðamaður undrast viðbrögð við útekt hans; engin umræða hefur orðið um málið. Šarūnas Mažeika
Blaðamaðurinn litháíski Mindaugas Jackevičius segir að skrif sín á Delfi um bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hafi vakið verulega athygli. Hún hafi þó ekki neitt til neinnar umræðu í samfélaginu, ekki af neinu tagi. 

Málefni Jóns Baldvins, þau sem skóku íslenskt samfélag og snéru að erótískum bréfaskriftum hans til ungrar frænku konu hans, voru til umfjöllunar í litháísku pressunni á dögunum.

Vísir greindi frá þessu fyrr í dag.

Mindaugas Jackevičius, en hann fjallar um pólitík á vefnum Delfí, sem er mest lesni vefur þeirra Litháa, segir að þeir hafi birt umfjöllunina í síðustu viku. Viðbrögðin hafa komið honum verulega á óvart.

„Ég var gagnrýndur af nokkrum blaðamönnum á Facebook sem sögðu að þetta væri ekkert nýtt, þetta væru gömul tíðindi og að Jón Baldvin Hannibalsson hafi ekki hlotið neinn dóm vegna málsins. Þeir furðuðu sig á því að ég skyldi hafa skrifað greinina,“ segir Jackevičius.

Hann klórar sér í kollinum vegna þessa því sjálfum varð honum mikið um þegar hann frétti af málinu.

„Já, þessi tíðindi voru áfall fyrir mig. Og ég furða mig mjög á því að enginn hafi fjallað um þetta í litháenska fjölmiðla fyrr en nú. Jón Baldvin Hannibalsson er afar þekktur í Litháen og hafður í hávegum í okkar landi. Ég undraðist hins vegar þetta mjög og svo það hvernig mál hafa þróast.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×