Viðskipti erlent

Litabækur fyrir fullorðna mest seldar á Amazon

Atli Ísleifsson skrifar
Secret Garden, bók skoska teiknarans Johanna Basford, hefur þegar selst í 1,4 milljón eintaka.
Secret Garden, bók skoska teiknarans Johanna Basford, hefur þegar selst í 1,4 milljón eintaka. Mynd/Amazon
Litabækur ætlaðar fullorðnum skipa nú efsta sæti metsölubókalista netverslunarinnar Amazon. Auknar vinsældir slíkra bóka eru raktar til aukinnar fortíðarþrár fólks og meintra kvíðalosandi áhrifa slíkra bóka.

Í frétt Guardian segir að Secret Garden, bók skoska teiknarans Johanna Basford, hafi þegar selst í 1,4 milljón eintaka, en í bókinni er gert ráð fyrir að fólk liti myndir þar sem finna má útlínur plantna og blóma. Þá hafa 226 þúsund eintök af framhaldslitabókinni, Enchanted Forest, þegar selst.

Eleanor Blatherwick,talsmaður útgefandans, segir móttökurnar hafa verið lyginni líkastar. „Við vissum að bækurnar yrðu fallegar en við gerðum okkur ekki grein að þær yrðu svona ótrúlega vinsælar.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×