Innlent

Listamenn stíga dansinn í kringum gullkálfinn

Jakob Bjarnar skrifar
Ingi Freyr telur orð Ragnars Kjartanssonar staðfesta að listamenn hafi á árunum fyrir hrun verið mjög handgengnir auðmönnum.
Ingi Freyr telur orð Ragnars Kjartanssonar staðfesta að listamenn hafi á árunum fyrir hrun verið mjög handgengnir auðmönnum.
Talsverð umræða og heit er nú víða í netheimum um samfélagslegt hlutverk listamanna í tengslum við hrunið 2008, fyrir og eftir. Tilefnið er kafli í Hamskiptum Inga Freys Vilhjálmssonar þar sem hann rekur sögu sem tengist samskiptum Landsbankans og listamanna í Klink og Bank sem fengu húsnæði til afnota fyrir tilstuðlan Björgólfs Guðmundssonar. Og þá leitt að því líkum að listamenn hafi verið býsna handgengnir peningavaldinu og auðmönnum. Ingi Freyr tengir svo við þá frásögn viðtal við Ragnar Kjartansson listamann í Víðsjá Ríkisútvarpsins 9. október 2013 – þar sem Ragnar talar um hræðslu sem hann upplifði við peningavaldið á árunum fyrir hrun. Eftir hrun varð augljós breyting í yrkisefnum listamanna; aukning í samfélagslegri myndlist. Ingi Freyr vitnar í orð Ragnars:

Hún var dálítið skrítin af því þetta var svona eftirámyndlist, það var eins og listamenn hefðu haft samviskubit og vildu ráðast á valdið eftir á, þegar það var hrunið, þetta danska andspyrnuhreyfingarsyndróm að ráðast á nasistana eftir að þeir eru búnir að tapa.“

Ingi Freyr segir að skilja megi orð Ragnars svo að nær hefði verið að gera slíka samfélagslega gagnrýna myndlist á árunum fyrir hrun, á meðan peningavaldið hélt enn velli. „Þetta var hins vegar ekki gert og útskýrir Ragnar ágætlega af hverju listamenn voru ekki gagnrýnir á þetta peningavald. Í orðum hans felst líka gagnrýni á að slík gagnrýni á peningavaldið sé sett fram eftir að það er liðið undir lok.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×