Enski boltinn

Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jesse Lingard var hetja Manchester United á Wembley þegar enska stórveldið varð enskur bikarmeistari í tólfa sinn í sögu félagsins en með því kemst Manchester United upp að hlið Arsenal yfir flestu bikartitlana á Englandi.

Jason Puncheon sem kom inn sem varamaður kom Crystal Palace yfir með góðu skoti en lærisveinar Louis Van Gaal voru ekki lengi að svara fyrir það. Tæplega þremur mínútum síðar var Juan Mata búinn að jafna eftir góðan undirbúning Mauroane Fellaini.

Framlengja þurfti til að útkljá leikinn og varð Manchester United fyrir áfalli þegar Chris Smalling fékk sitt annað gula spjald á lokamínútu fyrri framlengingarinnar og léku þeir því manni færri í seinni framlengingunni.

Þrátt fyrir að vera manni færri fengu Manchester United betri færin í seinni framlengunni og kom sigurmarkið eftir eina af skyndisóknum liðsins. Skoraði Lingard þá með viðstöðulausu skoti eftir slaka hreinsun hjá miðverði Crystal Palace.

Leikmenn Crystal Palace reyndu að færa sig framar á völlinn eftir það en leikmennirnir virkuðu einfaldlega bensínlausir eftir 105. mínútna leik og tókst þeim fyrir vikið ekki að ógna marki David De Gea.

Fögnuðu leikmenn Manchester United því að lokum sigrinum þótt naumur hafi verið en þetta var fyrsti titill liðsins frá því að Sir Alex Ferguson hætti með liðið.

Lingard kemur Manchester United yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×