Enski boltinn

Lineker sagði nei við Chelsea: „Er of lítill“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lineker var einn heitasti framherji síns tíma og á metið yfir flest mörk skoruð af Englendingi í lokakeppni HM, 10 talsins.
Lineker var einn heitasti framherji síns tíma og á metið yfir flest mörk skoruð af Englendingi í lokakeppni HM, 10 talsins. vísir/getty
Chelsea er á höttunum eftir nýjum framherja, en Englandsmeistararnir eru í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru langt á eftir liðunum í kringum sig í markaskorun.

Miðað við orðróma síðustu daga er Roman Abramovich, eigandi Chelsea, orðinn nokkuð örvæntingafullur og vill taka við hverju sem er. Andy Carroll hefur verið sterklega orðaður við félagið og er Chelsea sagt hafa lagt inn formlega beiðni til West Ham og spurt um stöðu mála hjá framherjanum.

Þá komu þær fréttir í gær að Peter Crouch væri á óskalista Chelsea sem og Edin Dzeko. Allir þrír fullkomlega frambærilegir framherjar, en kannski ekki menn sem flestir tengja við Englandsmeistarana enda komnir á seinni enda ferilsins.

Fyrrum landsliðsframherji Englendinga, Gary Lineker, sem starfar í dag sem sparksérfræðingur hjá BBC, er virkur á Twitter og hefur gaman af því að grínast aðeins á þeim vettvangi.

Hann ákvað að skjóta aðeins á Chelsea í morgun og tísti að Chelsea væri að reyna að hafa samband við hann. Hann benti þeim þó á að það hefði lítið upp á sig, hann væri of lítill.

Lineker er 1,77m en þeir Crouch, Dzeko og Carroll eru allir um 2 metrar á hæð.






Tengdar fréttir

Framherjaleit Chelsea tekur óvænta beygju

Framherjaleit Chelsea hefur tekið óvænta beygju, en Telegraph hefur greint frá því að tveggja metra maðurinn Peter Crouch sé á óskalista liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×