Enski boltinn

Lineker: Þetta er ófyrirgefanlegt hjá Leicester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lineker er mikill stuðningsmaður Leicester City og fékk að lyfta bikarnum.
Lineker er mikill stuðningsmaður Leicester City og fékk að lyfta bikarnum. vísir/getty
Það eru margir reiðir út í Leicester City fyrir að hafa rekið stjórann Claudio Ranieri frá félaginu í gær.

Það er ekki einu sinni ár síðan Ranieri framkallaði stærsta knattspyrnuafrek sögunnar með því að gera lið Leicester að Englandsmeisturum. Liðið er engu að síður í fallbaráttu í dag en á líka góðan möguleika á því að komast í átta liða úrslit í Meistaradeildinni.

Einn af þeim sem hafa gagnrýnt Leicester er stjórnandi Match of the day á Englandi og fyrrum leikmaður Leicester, Gary Lineker.

„Eftir allt sem Ranieri hefur gert fyrir félagið er það ófyrirgefanlegt að félagið skuli reka hann núna,“ sagði Lineker reiðir.

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Spurs, sagði ákvörðunina ekki hafa komið á óvart en sagðist þrátt fyrir það vera vonsvikinn.


Tengdar fréttir

Ranieri rekinn

Breskir fjölmiðlar greina frá því að Leicester City sé búið að reka knattspyrnustjórann Claudio Ranieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×