Enski boltinn

Lineker: Leikmannaval Ranieri alger þvættingur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lineker kampakátur með Englandsmeistarabikarinn síðastliðið vor.
Lineker kampakátur með Englandsmeistarabikarinn síðastliðið vor. Vísir/Getty
Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Leicester. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð í deildinni og féll úr leik í enska bikarnum um helgina eftir tap gegn Millwall, 1-0.

Englandsmeistararnir eru nú í mikilli fallhættu og sem stendur aðeins einu stigi frá fallsæti. Leicester er með 21 stig en Hull með 20 og Crystal Palace og Sunderland eru neðst með nítján stig hvort.

Sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker, fyrrum markahetja enska landsliðsins, er dyggur stuðningsmaður Leicester og stýrði fyrsta þætti Match of the Day á BBC þetta tímabilið á stuttbuxum einum klæða. Hann hafði lofað því ef Leicester tækist að vinna enska meistaratitilinn. Hann stóð því við stóru orðin.

En Lineker hefur eins og margir aðrir stuðningsmenn Leicester fengið nóg af gengi liðsins þetta tímabilið og þá sérstaklega aðferðum stjórans Claudio Ranieri sem gerði tíu breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Millwall, til að hvíla lykilmenn fyrir leik gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag.

„Hamingjuóskir til Millwall. En að tefla fram varaliði í fimmtu umferð bikarsins er þvættingur. Fjórir dagar í Meistaradeildina,“ skrifaði Lineker á Twitter-síðu sína.



„Frábært að vera í Meistaradeildinni en að vera hugfanginn af keppni sem liðið á engan möguleika á að vinna hefur haft afar skaðleg áhrif á tímabilið hjá Leicester.“





Eftir leikinn gegn Sevilla leikur Leicester gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld klukkan 20.00.


Tengdar fréttir

Þó líði ár og öld er alltaf séns

Lincoln City varð um helgina fyrsta utandeildarliðið í 103 ár sem kemst í átta liða úrslit enska bikarsins og það í fyrsta sinn í 133 ára sögu félagsins.

Mikil áhætta að reka ekki Claudio Ranieri

Chris Sutton, fyrrum framherji Blackburn Rovers, sér ekkert annað í stöðunni fyrir Leicester City en að reka knattspyrnustjórann Claudio Ranieri.

Ranieri: Ég þarf stríðsmenn

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City, vill að sínir menn sýni meiri baráttu inni á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×