Enski boltinn

Lindegaard gæti fengið sekt fyrir að svara Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vinir eða hvað? Menn eru ekki á einu máli um hvort þessar skeytasendingar séu grín á milli vina eða hvort þeir þoli ekki hvorn annan.
Vinir eða hvað? Menn eru ekki á einu máli um hvort þessar skeytasendingar séu grín á milli vina eða hvort þeir þoli ekki hvorn annan. vísir/getty
Wayne Rooney sagði að markvörðurinn Anders Lindegaard væri pirrandi en Lindegaard svaraði honum fullum hálsi.

Það fór nefnilega ekki vel í markvörðinn að Rooney skildi segja í viðtali að Lindegaard væri síðasti maðurinn sem hann vildi festast í lyftu með. Hann væri svo pirrandi.

Lindegaard birti í morgun mynd á Instagram þar sem hann segir að þetta sé ástæðan fyrir því að Rooney vilji ekki festast í lyftu með honum. Segir síðan að það sé ánægjulegt að sjá að Rooney sé enn með lélegan húmor.

Enska knattspyrnusambandið mun klárlega taka á þessu máli og Lindegaard má búast við sekt og jafnvel banni fyrir þessa myndbirtingu.

Lindegaard fór frá Man. Utd til WBA síðasta sumar en hefur aðeins spilað einn leik.

That's why you don't wanna be stuck in an elevator with me lad? @waynerooney #happytoseeyoustillgotshitbanter

A photo posted by Anders Lindegaard (@anders.lindegaard) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×