Innlent

Linda Pétursdóttir óttast um hross á Álftanesi

Jakob Bjarnar skrifar
Linda, og vísast margir aðrir, hugsa með hryllingi til þess þegar 12 hross drukknuðu í tjörn á Álftanesi í fyrra.
Linda, og vísast margir aðrir, hugsa með hryllingi til þess þegar 12 hross drukknuðu í tjörn á Álftanesi í fyrra. visir/vilhelm
Linda Pétursdóttir, dýravinur með meiru, hefur áhyggjur af hrossum sem eru höfð í gerði á Álftanesi. Hún segir að nú sé farið að kólna úti og þau hafi ekkert skjól. Hún telur aðbúnað þeirra ekki ásættanlegan og vísar til 12. greinar reglugerðar um velferð hrossa; en þar segir að hross verði að geta leitað skjóls ef þau eru höfð úti.

Dýravinirnir Linda og Árni Stefán Árnason dýralögfræðingur stóðu í stórræðum þegar þau björguðu hryssu úr skurði við Bessastaðaafleggjarann.
Áhyggjur Lindu eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hún minnir á frétt frá því fyrir tæpu ári, en þá drukknuðu 12 hross þarna úti á nesi, í Bessastaðatjörn, og er talið að þau hafi hrakist í tjörnina vegna skjólleysis í ofsaveðri.

„Ég vil sjá að reglugerðin komist til framkvæmda,“ segir Linda. En svo virðist sem aðbúnaður hrossa á Álftanesi sé í molum. Vísir greindi frá því fyrir nokkru þegar Linda, ásamt fleirum, stóðu í stórræðum við að bjarga hryssu sem föst var í skurði við Bessastaðaafleggjarann, og hætt komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×