Bílar

Lincoln Continental endurvakinn

Finnur Thorlacius skrifar
Nýr Lincoln Continaental er reffilegur bíll útlits.
Nýr Lincoln Continaental er reffilegur bíll útlits.
Á bílasýningunni í New York sem nú stendur yfir er Ford að sýna nýjan Lincoln Continental lúxusbíl sem vakið hefur mikla athygli. Framleiðslu Lincoln Continental var hætt árið 2002, en fyrsta gerð hans kom í sölu árið 1939, þ.e. sama ár og seinni heimsstyrjöldin hófst.

Ford menn segja að hugmyndabíllinn sem hér sést sé mjög nálægt framleiðsluútgáfu bílsins, en hann á að koma á markað á næsta ári. Þessi bíll á að marka nýtt útlit Lincoln bíla og gefa tóninn fyrir aðrar gerðir.

Nýi bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans mjög íburðarmikil og sérvalið leður prýðir hann. Aðeins er pláss fyrir 2 farþega í aftursætum og ekki ætti að fara ver um þá sem þar sitja en í framsætunum, en stórt borð er á milli sætanna og þá er einnig kampavínskælir innan seilingar.

Lúxusinn í bílnum er þannig að hann á ekki að vera mikill afturbátur Mercedes Benz S-Class. Bíllinn kemur með LED aðalljósum og hann stendur á 21 tommu felgum. Bíllinn mun fást með fleiri en einni vélargerð, en að minnsta kosta verður í boði 3,0 lítra V6 EcoBoost vél úr smiðju Ford. 


Vel ætti að fara um aftursætisfarþega.
Vel ætti að fara einnig um bílstjórann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×