Innlent

Limur á Selfossi varð ekki langlífur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Limurinn í fullri reisn til vinstri og í molum hægra megin.
Limurinn í fullri reisn til vinstri og í molum hægra megin. Vísir/Guðmunda Þóra/Magnús Hlynur
Snjónum kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og var Selfoss engin undantekning. Á hringtorginu á gatnamótum Austurvegar, Eyravegar og Suðurlandsvegar sáu menn sér leik á borði og bjuggu til listaverk.

Líkt og sjá má á myndinni að ofan var listaverkið getnaðarlimur af stærri gerðinni. Var verkið því það fyrsta sem gestir Selfoss sáu eftir að hafa ekið yfir Ölfusárbrúna áleiðis í bæinn.

Ekki varð limurinn þó langlífur því þegar blaðamaður Vísis átti leið um hringtorgið eftir hádegið í dag var limurinn allur.

Tókst þér eða þínum að byggja snjókarla eða annan skúlptúr úr snjónum? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×