Fótbolti

Lilleström og Molde fara vel af stað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar er á sínu öðru tímabili með Lilleström.
Rúnar er á sínu öðru tímabili með Lilleström. vísir/valli
Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar í Lilleström fara ágætlega af stað í norsku 1. deildinni í fótbolta.

Lilleström vann 2-0 sigur á Vålerenga í dag og situr í 5. sæti deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki.

Árni Vilhjálmsson sat allan tímann á varamannabekk Lilleström en Elías Már Ómarsson léku síðustu 22 mínúturnar fyrir Vålerenga sem er í 13. sæti deildarinnar.

Eiður Smári Guðjohnsen lék ekki með Molde þegar liðið vann 1-0 sigur á Aalesund á heimavelli.

Eiður, sem fór vel af stað með Molde, er frá vegna meiðsla en lærisveinum Ole Gunnar Solskjaer tókst samt að finna leið til að vinna leikinn. Fredrik Gulbrandsen skoraði eina mark leiksins á lokamínútunni.

Adam Örn Arnarson var í byrjunarliði Aalesund en var skipt af velli í hálfleik. Aron Elís Þrándaron og Daníel Leó Grétarsson voru ekki í leikmannahópi Aalesund í dag.

Molde er í 2. sæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi á eftir toppliði Rosenborg. Aalesund er í 10. sæti með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×