Erlent

Lilja sendir samúðarkveðjur vegna fráfalls Shimon Peres

Atli Ísleifsson skrifar
Shimon Peres lést í nótt, 93 ára að aldri.
Shimon Peres lést í nótt, 93 ára að aldri. Vísir/AFP
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur sent ísraelskum stjórnvöldum samúðarskeyti vegna fráfalls Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísrael, sem lést í nótt, 93 ára að aldri.

„Shimon Peres var framúrskarandi stjórnmálamaður sem ávallt horfði fram á veginn. Framlag hans til friðar og sátta mun aldrei gleymast," sagði Lilja í skeytinu.

Peres gengdi embætti forsætisráðherra Ísraels á árunum 1984 til 1986 og svo aftur 1995 til 1996 og svo embætti forseta á árunum 2007 til 2014.

Hann fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt þeim Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, fyrir þátttöku sína í friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Peres gegndi á þessum tíma embætti utanríkisráðherra Ísraels.


Tengdar fréttir

Shimon Peres er látinn

Ísraelski stjórnmálamaðurinn Shimon Peres, sem tvívegis var forsætisráðherra landsins og einu sinni forseti, er látinn, níutíu og þriggja ára að aldri. Peres fékk slag fyrir hálfum mánuði en ástand hans hafði batnað nokkuð síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×