Erlent

Lilja sendir samúðarkveðju til utanríkisráðherra Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Vel á þriðja hundrað manns fórust í skjálftanum.
Vel á þriðja hundrað manns fórust í skjálftanum. Vísir/AFP
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur sent samúðarkveðjur til Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, og ítölsku þjóðarinnar allrar vegna þess mikla mannfalls og þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem jarðskjálftinn í gær olli.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Lilja sagði íslensk stjórnvöld reiðubúin að veita Ítölum aðstoð á þessum erfiðu tímum.

„Um 250 manns hafa nú fundist látnir og eru hundruðir slasaðir, margir hverjir alvarlega. Talið er að enn sé töluverður fjöldi fólks grafinn undir rústunum en þorpin næst upptökum skjálftans eru nánast rústir einar eftir skjálftann sem mældist 6,3 stig,“ segir í tilkynningunni.

Fyrr í dag var greint frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefði sent forseta Ítalíu og ítölsku þjóðinni samúðarkveðjur vegna skjálftans.


Tengdar fréttir

Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn á Ítalíu kostaði meira en 120 manns lífið hið minnsta, en óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Margra var enn saknað í gær. Leitað var í rústum húsa í von um að finna fólk þar á lífi. Hundruð eftirskj

Guðni Th. sendir Ítölum samúðarkveðju

Forseti Íslands hefur sent forseta Ítalíu samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar í tilefni af hinum mannskæðu jarðskjálftum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×