Innlent

Lilja hefur störf í forsætisráðuneytinu

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja D. Alfreðsdóttir hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001.
Lilja D. Alfreðsdóttir hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001. Vísir/Arnþór
Lilja D. Alfreðsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabanka Íslands, hefur verið ráðin tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu.

Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Lilja komi til starfa á grundvelli tímabundins vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands og verði í leyfi frá bankanum á meðan samningurinn varir.

Lilja D. Alfreðsdóttir hefur unnið í Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2005. Einnig starfaði hún hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC frá 2010-2012. Lilja D. Alfreðsdóttir er með meistaragráðu frá Columbia University í alþjóðahagfræði og BA gráðu stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Þá hefur verið ákveðið að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, muni einnig gegna embætti aðstoðarmanns dómsmálaráðherra fyrst um sinn og hafa aðstöðu í innanríkisráðuneytinu frá og með deginum í dag, 1. september. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×