Viðskipti innlent

Lilja Björk tekin við sem bankastjóri Landsbankans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir
Lilja Björk Einarsdóttir hóf í dag störf sem bankastjóri Landsbankans hf. Lilja er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 2003.

Á árunum 2008 til 2016 stýrði Lilja starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbanka Íslands, LBI ehf., í London. Hún var sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður í fyrirtækjum frá 2016 þar til hún tók við starfi bankastjóra Landsbankans.

Frá 2005 til 2008 var hún sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. í London og bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu stoðdeilda. Áður vann Lilja hjá ráðgjafarfyrirtækinu Marsh & McLennan frá 2003 til 2005 og vann m.a. verkefni fyrir Ford-bílaframleiðandann, sem sérfræðingur í gerð áætlana og áhættulíkana fyrir vátryggingarsvið og fjárstýringu.


Tengdar fréttir

Lilja Björk ráðin bankastjóri Landsbankans

Lilja Björk Einarsdóttir, 43 ára verkfræðingur, hefur verið ráðin bankastjóri Landsbankans. Lilja mun hefja störf 15. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×