Körfubolti

Líkurnar eru sex þúsund á móti einum að Charles Barkley vinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Barkley.
Charles Barkley. Vísir/Getty
Charles Barkley var frábær körfuboltamaður og hefur svo sannarlega muninn fyrir neðan nefið sem körfuboltaspekingur. Hann er hinsvegar hörmulegur kylfingur.

Þetta sannast best á sigurlíkum hans hjá bandarískum veðbönkum á golfmóti frægs fólks sem fer fram við Tahoe-vatn í Nevada í vikunni. Mótið heitir American Century Championship celebrity tournament.

Líkurnar eru sex þúsund á móti einum að Charles Barkley vinni mótið en til samanburðar voru fimm þúsund á móti einum að Leicester City yrði enskur meistari á síðasta tímabili.  ESPN segir frá.

Charles Barkley hefur þrátt fyrir allt mikinn áhuga á golfi og hefur spilað það í tugi ári. Það var frægt þegar hann og Michael Jordan urðu góðir vinir á því að spila saman golf í tengslum við Ólympíuleikana í Barcelona 1992.

Æfingin hefur ekki skapað meistaranna þegar kemur að kylfingnum Charles Barkley sem hefur verið skotspónn brandarakarla fyrir skelfilega stíl og slakan árangur.

Charles Barkley varð í 90. sæti af 91. keppenda á þessu móti í fyrra. Sú eina sem spilaði verr en hann var fyrirsætan Kim Alexis en það munaði samt bara tveimur höggum.

Charles Barkley var þá „bara" 178 höggum á eftir sigurvegaranum Mark Mulder sem er fyrrum leikmaður í bandarísku hafnarboltadeildinni.

Charles Barkley hefur tekið 20 sinnum þátt í þessu árlega móti og endaði neðstur í fimm skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×