Innlent

Líkur á auknum styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Brennisteinsvetni getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru.
Brennisteinsvetni getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru. Vísir/Ernir
Veðuraðstæður eru þannig að líkur eru á auknum styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti næstu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku Náttúrunnar. Brennisteinsvetni getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru. 

Við sérstök veðurskilyrði, eins og nú, myndast svokölluð veðrahvörf sem gufan og brennisteinsvetnið sem eftir er í henni, fer ekki uppúr og dreifist því minna en ella og berst undan austanáttinni til borgarinnar.

„Orka náttúrunnar hreinsar nú tvo þriðju af brennisteinsvetninu sem berst með gufunni sem Hellisheiðarvirkjun nýtir. Líkur á því að styrkur fari yfir mörk eru því minni en áður en hreinsun hófst,“ segir í tilkynningunni.

„Brennisteinninn fylgir jarðhitanýtingunni og ON telur sig komið með hagkvæma og góða lausn í hreinsistöðinni og með niðurdælingunni. Þótt umfang hreinsunar og niðurdælingar hafi ekki komið í veg fyrir að styrkur hafi farið upp fyrir mörk í dag telur ON sig vera á réttri leið með réttu lausnina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×