Erlent

Líkur á áframhaldandi stjórnarkreppu á Spáni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sitjandi forsætisráðherra, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy.
Sitjandi forsætisráðherra, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy. Vísir/EPA
Allt bendir til þess að Lýðflokkur Marianos Rajoy, starfandi forsætisráðherra Spánar, beri sigur úr býtum í þingkosningunum sem fóru fram þar í landi í dag. Flokknum er þó ekki spáð meirihluta og því eru líkur á áframhaldandi stjórnarkreppu.

Enginn flokkur náði meirihluta í þingkosningunum í desembermánuði síðastliðnum og hefur stjórnarkreppa ríkt í landinu síðan þá. Vinstri flokknum Podemos er spáð næst mestu fylgi en fátt bendir hins vegar til þess að hægt verði að mynda starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningum.

Almenningur á Spáni er orðinn þreyttur á stöðunni og er jafnvel talið líklegt að á næstu mánuðum þurfi aftur að efna til þingkosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×