Innlent

Líkur á að sumarís norðurskautsins hverfi á næstu áratugum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Áhrif bráðnunar hafíss á Norðurslóðum á loftslags jarðar er enn hulin ráðgáta. Bráðnun þetta árið er í takt við fyrri mælingar samkvæmt nýrri skýrslu. Líkur er á að sumarís á norðurskautinu hverfi að mestu fyrir fullt og allt á næstu árum segir loftslagsvísindamaður. 

Í þrjátíu og fimm ár hafa gervitungl fylgst með ísþekju norðurskautsins. Þessi gögn hafa svipt hulunni af mikilli og oft gífurlegri bráðnun hafíss á norðurslóðum. Tveir mánuðir gefa góða vísbendingu um þróun mála. Í september þegar sumarið tekur enda nær umfang hafíss lágmarki og síðan öfugt í Mars, þegar vetrarkonungur kveður, og umfang hafíss nær hámarki.

Bandaríska haf- og loftslagsstofnun hefur síðustu ár gefið út skýrslu um stöðu norðurskautsins, sú nýjasta var birt fyrr í þessum mánuði. Sem fyrr eru niðurstöðurnar sláandi. Ísþekja eftir sumarið er að minnka. Þetta hefur margskonar áhrif. Norðurskautið opnast nú að sumarlagi og í kjölfarið myndast möguleiki á skipaflutningum og olíuleit.

Í september á þessu ári mældist hafíss rúmlega fimm milljón ferkílómetrar sem er nokkuð minna á síðast ári en þó meira en árið tvö þúsund og tólf. Árið sem er að líða var sjötta versta ár frá upphafi mælinga. Í mars, þegar hafís náði hámarki, mældist hann rúmlega fjórtán milljón ferkílómetrar sem er vel undir meðaltali síðustu áratuga.

Þannig er tvennt sem vekur sérstaka athygli í einkunnabók Norðurskautsins þetta árið. Í fyrsta varpar hún ljósi á áframhaldandi bráðnun en um leið er tölurnar betri en menn áttu von á.

„Vegna þess að ísinn hefur þykknað þá er vel mögulegt að á næstu árum þá muni hann ekki dragast jafnt hratt saman,“ segir Halldór Björnsson, fagstjóri loftlagsrannsókna á Veðurstofunni. „Að lokum, um miðja öldina, mun hann fara niður í milljón ferkílómetra, flestir gera ráð fyrir því og þá verður hægt að sigla þarna um að sumarlagi án mikilla vandræða.“

Halldór bendir á að það muni alltaf verða hafíss á svæðinu að vetrarlagi. En þegar sumarísinn hverfur drekkur dökkt hafið í sig geisla sólarinnar sem annars hefðu kastast út í geiminn af hvítum hafísnum. Vísindamenn reyna nú að varpa ljósi á hvað breytingar á hitastigi á norðurslóðum – sem þegar hefur hækkað tvöfalt meira en annars staðar – þýðir fyrir loftslags jarðarinnar.

„Stóru áhrifin verða þar, þetta hefur áhrif á lífríkið á þessu svæði og vistkerfin öll. Síðan er hinsvegar óleyst gáta hvort að þetta hafi síðan áhrif á veður út fyrir þetta svæði,“ segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×