Innlent

Líkur á að gasmengun berist frá eldgosinu til vesturs og suðvesturs

Stefán Árni Pálsson skrifar
VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og áður. Hraunframleiðslan er stöðug og rennur hraunið til suðausturs frá gígunum og út í Jökulsá á Fjöllum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður, örlítið hefur dregið úr stærð stærstu skjálftanna.

Sjö skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst frá hádegi í gær, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti var 5,0 af stærð og varð hann rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær.

Jarðskjálftar hafa mælst við Kópasker síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa mældust sex skjálftar stærri en 2,0. Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Í dag og morgun eru líkur á að gasmengun berist frá eldgosinu til vesturs og suðvesturs. Því gæti mengunar orðið vart á svæði sem afmarkast af Snæfellsnesi í norðri og suður á Reykjanes.

Möguleiki er að mengunar verði vart á höfuðborgarsvæðinu um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×