Erlent

Líkpokar uppurnir í Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Nærri því hundrað manns hafa látið lífið í Aleppo á síðustu dögum.
Nærri því hundrað manns hafa látið lífið í Aleppo á síðustu dögum. Vísir/AFP
Björgunaraðilar í austurhluta Aleppo í Sýrlandi eru nú uppiskroppa með líkpoka og ekkert sjúkrahús er nú opið. Gífurlega miklar loftárásir hafa verið gerðar á borgina á síðustu dögum og hafa tugir almennra borgara látið lífið. Sameinuðu þjóðunum blöskrar yfir ofbeldinu og Bandaríkin hafa fordæmt árásirnar.

Í daga hafa minnst 27 látið lífið samkvæmt AFP fréttaveitunni og var gerð árás síðasta sjúkrahús borgarinnar þar sem um 250 þúsund manns búa. Nærri því hundrað manns hafa látið lífið frá því að loftárásirnar hófust að nýju á þriðjudaginn. Björgunaraðilar eiga ekki fleiri líkpoka.

Í árásum síðustu daga hafa stjórnarliðar Bashar al-Assad beitt allskyns vopnumSyrian Observatory for Human Rights, segir að meðal annars hafi svokölluðum tunnusprengjum verið varpað á borgina en slíkar sprengjur eru alræmdar í Sýrlandi.

Hvíta húsið fordæmdi loftárásirnar í dag og segja enga afsökun fyrir þeim. Þeir segja stjórnvöld Sýrlands og bandamenn þeirra, sérstaklega Rússa, bera ábyrgð á afleiðingum árásanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×